Bragðgóðir vinir 7. nóvember 2007 11:15 Gómsæt geit. MYND/Baldur Hrafnkell Í fréttaskýringaþættinum Kompási í gær var fjallað um geitarækt á Íslandi. Þar var rætt við Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur geitabónda á Háafelli í Borgarfirði. Hún segir að geitaræktunin sé líkari því að vera með hunda en kindur. Eigi maður hundrað og þrjátíu geitur eigi maður líka hundrað og þrjátíu vini. En vinirnir eru til fleiri hluta nytsamlegir en að kjassa þá. Þeir þykja líka nokkuð bragðgóðir. Ætli maður sér að nytja geitamjólkina fellur til mikið af karlkyns kiðlingum, sem þarf að farga. Jóhanna geitabóndi segist núorðið vart anna eftirspurn eftir geitakjöti. Að sögn vefsíðunnar goat-meat.co.uk er geitakjöt um áttatíu prósent alls kjöts sem neytt er í heiminum. Því svipar til blöndu af kinda og nautakjöti á bragðið og er gríðarvinsælt í Mið-Austurlöndum, Suður-Asíu, Afríku og Mið- og Suður-Ameríku. Í raun er flest það kjöt sem selt er í Asíu sem Mutton, eða kindakjöt, af geitum. Kjötið inniheldur lítið kólesteról, mikið járn og er fituminna en kjúklingakjöt. Margar tegundir geita eru ræktaðar í heiminum. Ein sú sérstakasta hlýtur að vera ,,Fainting goat" eða yfirliðsgeitin, sem er fyrst og fremst ræktuð fyrir kjötið. Hún hefur þann einkennilega eiginleika að sé henni brugðið eða verði hún mjög spennt þá stífna vöðvar hennar í nokkrar sekúndur. Þessu veldur arfgengur genagalli sem heitir myotonia congenita. Þetta mun vera sársaukalaust en veldur því hjá yngri geitum að þær stífna upp og detta á hliðina. Eldri geitur með meiri reynslu reyna gjarnan að standa gleiðar eða halla sér upp að einhverju telji þær að vöðvarnir séu að bregðast sér. Vilji menn spreyta sig á að elda geitakjöt má til dæmis finna fjölda uppskrifta hér. Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira
Í fréttaskýringaþættinum Kompási í gær var fjallað um geitarækt á Íslandi. Þar var rætt við Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur geitabónda á Háafelli í Borgarfirði. Hún segir að geitaræktunin sé líkari því að vera með hunda en kindur. Eigi maður hundrað og þrjátíu geitur eigi maður líka hundrað og þrjátíu vini. En vinirnir eru til fleiri hluta nytsamlegir en að kjassa þá. Þeir þykja líka nokkuð bragðgóðir. Ætli maður sér að nytja geitamjólkina fellur til mikið af karlkyns kiðlingum, sem þarf að farga. Jóhanna geitabóndi segist núorðið vart anna eftirspurn eftir geitakjöti. Að sögn vefsíðunnar goat-meat.co.uk er geitakjöt um áttatíu prósent alls kjöts sem neytt er í heiminum. Því svipar til blöndu af kinda og nautakjöti á bragðið og er gríðarvinsælt í Mið-Austurlöndum, Suður-Asíu, Afríku og Mið- og Suður-Ameríku. Í raun er flest það kjöt sem selt er í Asíu sem Mutton, eða kindakjöt, af geitum. Kjötið inniheldur lítið kólesteról, mikið járn og er fituminna en kjúklingakjöt. Margar tegundir geita eru ræktaðar í heiminum. Ein sú sérstakasta hlýtur að vera ,,Fainting goat" eða yfirliðsgeitin, sem er fyrst og fremst ræktuð fyrir kjötið. Hún hefur þann einkennilega eiginleika að sé henni brugðið eða verði hún mjög spennt þá stífna vöðvar hennar í nokkrar sekúndur. Þessu veldur arfgengur genagalli sem heitir myotonia congenita. Þetta mun vera sársaukalaust en veldur því hjá yngri geitum að þær stífna upp og detta á hliðina. Eldri geitur með meiri reynslu reyna gjarnan að standa gleiðar eða halla sér upp að einhverju telji þær að vöðvarnir séu að bregðast sér. Vilji menn spreyta sig á að elda geitakjöt má til dæmis finna fjölda uppskrifta hér.
Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira