Lífið

Existaforstjóri keypti styrktarmálverk fyrir 2,5 milljónir

Erlendur Hjaltason reiddi fram 2,5 milljónir fyrir málverk í þágu góðs málefnis.
Erlendur Hjaltason reiddi fram 2,5 milljónir fyrir málverk í þágu góðs málefnis.

Erlendur Hjaltason, annar forstjóri Exista, keypti málverk eftir Hrafnkel Sigurðsson á styrktarkvöldi Krabbameinsfélags Íslands um síðustu helgi. Erlendur greiddi 2,5 milljónir fyrir verkið sem Hrafnkell málaði á staðnum.

Erlendur vildi í samtali við Vísi lítið tjá sig um málverkakaup sín og sagði það ekki vera venju að fólk talaði um þegar það væri að styrkja gott málefni eins og í þessu tifelli.

Verkið sem Erlendur keypti er olía á pappír og er stærð þess 163 x 112 cm. Samkvæmt Hildigunni Birgisdóttur frá galleríinu I8 er það metið á 370 þúsund krónur.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.