Bjartur leitar að sex ára vinningshafa 31. október 2007 14:14 Bókaforlagið Bjartur leitar nú að sex ára dreng frá Akureyri sem það vill bjóða til Evrópu. Þetta kann að hljóma undarlega fyrir mörgum en fyrir þessu er allsérstök ástæða. Forsaga málsins er sú að fyrr í mánuðinum hafði sex ára drengur samband við forlagið sem hafði undir höndum bréf sem hann hafði fundið inni í bókinni Harry Potter og blendingsprinsinn. Á bréfinu stóð: Harry Poter. Eintak nr 100.000. Gjafabréf. Vinsamlegast hafið samband við Bókaforlagið Bjart. Erindi drengsins kom flatt upp á starfsmenn forlagsins, enda tvö ár síðan hundrað þúsundasta eintakið af Harry Potter bók seldist á Íslandi. Í tilkynningu frá Bjarti skrifar Guðrún Vilmundsdóttur að bréfið hafi verið sett inn í bók sem var til sölu fyrir tveimur árum síðan, þegar hundrað þúsundasta Potter-bókin seldist. Eintakið hafi svo lent neðarlega í bunkanum og ekki selst, kannski verið endursent á bókalager forlagsins þar sem það hefur líklega legið í einhvern tíma áður en það rataði í hillur bókaverslunar á Akureyri. Guðrún segir að Bjartur standi auðvitað hin fögru fyrirheit sem kynnt eru í gjafabréfinu. Icelandair ætlar að fagna þessum hundrað þúsundasta Harry Potter-kaupanda með Bjarti og bjóða honum 2 farmiða til Evrópu og Bjartur skaffar farareyri. "Nema hvað. Við sagnfræðirannsóknirnar sem nauðsynlegar voru til þess að átta sig á ferð bókarinnar síðustu tvö árin þurfti að opna margar skúffur og skoða mörg skjöl í höfuðstöðvum forlagsins. Þetta var nokkurs konar spæjaravinna og færðist móður í menn þegar þeir voru að nálgast lausn gátunnar: og í öllum hamaganginum týndist símanúmer handhafa gjafabréfsins. Bjartur auglýsir því hér með eftir 100 þúsundasta Harry Potter-kaupandanum; handhafa gjafabréfsins, Akureyringnum knáa sem sendi okkur fax þann 3.10.2007", segir Guðrún. Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Bókaforlagið Bjartur leitar nú að sex ára dreng frá Akureyri sem það vill bjóða til Evrópu. Þetta kann að hljóma undarlega fyrir mörgum en fyrir þessu er allsérstök ástæða. Forsaga málsins er sú að fyrr í mánuðinum hafði sex ára drengur samband við forlagið sem hafði undir höndum bréf sem hann hafði fundið inni í bókinni Harry Potter og blendingsprinsinn. Á bréfinu stóð: Harry Poter. Eintak nr 100.000. Gjafabréf. Vinsamlegast hafið samband við Bókaforlagið Bjart. Erindi drengsins kom flatt upp á starfsmenn forlagsins, enda tvö ár síðan hundrað þúsundasta eintakið af Harry Potter bók seldist á Íslandi. Í tilkynningu frá Bjarti skrifar Guðrún Vilmundsdóttur að bréfið hafi verið sett inn í bók sem var til sölu fyrir tveimur árum síðan, þegar hundrað þúsundasta Potter-bókin seldist. Eintakið hafi svo lent neðarlega í bunkanum og ekki selst, kannski verið endursent á bókalager forlagsins þar sem það hefur líklega legið í einhvern tíma áður en það rataði í hillur bókaverslunar á Akureyri. Guðrún segir að Bjartur standi auðvitað hin fögru fyrirheit sem kynnt eru í gjafabréfinu. Icelandair ætlar að fagna þessum hundrað þúsundasta Harry Potter-kaupanda með Bjarti og bjóða honum 2 farmiða til Evrópu og Bjartur skaffar farareyri. "Nema hvað. Við sagnfræðirannsóknirnar sem nauðsynlegar voru til þess að átta sig á ferð bókarinnar síðustu tvö árin þurfti að opna margar skúffur og skoða mörg skjöl í höfuðstöðvum forlagsins. Þetta var nokkurs konar spæjaravinna og færðist móður í menn þegar þeir voru að nálgast lausn gátunnar: og í öllum hamaganginum týndist símanúmer handhafa gjafabréfsins. Bjartur auglýsir því hér með eftir 100 þúsundasta Harry Potter-kaupandanum; handhafa gjafabréfsins, Akureyringnum knáa sem sendi okkur fax þann 3.10.2007", segir Guðrún.
Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning