Lífið

Júróvisjónstjarna lést í bílslysi

Tose Proeski í úrslitakeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2004
Tose Proeski í úrslitakeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2004

Einn allra vinsælasti poppsöngvari Makedóníu, Tose Proeski, lést í dag eftir umferðarslys í Króatíu. Proeski tók þátt í úrslitakeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2004 og var dáður um allan Balkanskaga.

Að sögn lögreglu lést Proeski eftir að bíll hans lenti í áreksti við vöruflutningabíl á hraðbraut í grennd við bæinn Nova Gradiska í Króatíu. Hann var þá sofandi í farþegasæti bifreiðarinnar sem hann var farþegi í.

Skömmu eftir að fréttir bárust af andláti söngvarans flyktust fólk út á götur Skopje, höfuðborgar Makedóníu, til að syrgja Proeski.

Tvö af vinælustu lögum Proeski eru Cija Si (Með hverjum ertu?) og Ak me poglednes vo oci (Horfðu í augun mín)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.