Lífið

Friðartónleikum með Bryan Adams aflýst

MYND/Getty

Friðartónleikum til stuðnings lausnar á deilum Ísraela og Palestínumanna hefur verið aflýst sökum þess að þátttakendum var hótað. Söngvarinn Bryan Adams ætlaði að troða upp á  tvennum tónleikunum sem halda átti í Ísrael og Palestínu þann 18. október næstkomandi. Auk þess ætluðu ísraelskir og palestínskir tónlistarmenn að koma fram.

Einhverjir Palestínumenn gagnrýndu One Voice, skipuleggjendur tónleikanna, og sögðu þá horfa framhjá sjónarmiðum Palestínumanna, meðal annars er varða palestínska flóttamenn.

Markmiðið með tónleikunum var að safna undirskriftum sem koma átti til ísraelskra og palestínskra stjórnvalda og var tónleikagestum ætlað að skrifa undir bænaskjal sem 600.000 manns hafa þegar skrifað undir. Daniel Lubetzky, skipuleggjandi tónleikana, sagði þátttakendum hafa verið hótað og að skipuleggjendur vildu ekki tefla lífi þeirra í hættu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.