Lífið

Affleck borgar ekki aukaleikurum

MYND/Getty

Leikaranum og leikstjóranum Ben Affleck var svo mikið í mun um að halda kostnaði við gerð myndarinnar Gone Baby Gone, sem hann leikstýrir, í lágmarki að hann borgaði engum aukaleikurum. Í staðinn gerði hann óbreytta Bostonbúa að kvikmyndastjörnum.

Hann mætti með tökuliðið á bari, kaffihús og aðra staði og byrjaði að mynda. „Við sögðumst ætla að taka upp atriði í myndinni og báðum fólk um að halda kyrru fyrir," segir Affleck. „Ég veit ekki hvort þetta sé löglegt því það eina sem við gerðum var að bjóða fólkinu í glas. Ef við vorum úti á götu stilltum við upp og byrjuðum að mynda. Þegar fólk kom út úr húsum sínum til að athuga hvað væri að gerast hrópuðum við: Það er verið að taka upp kvikmynd og þið eruð í henni."

Myndin fjallar um tvo leynilögreglumenn sem rannsaka hvarf lítillar stúlku og verður hún frumsýnd hér á landi í byrjun febrúar á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.