Lífið

Madonna skiptir um plötufyrirtæki

MYND/Getty

Talið er að poppdrottningin Madonna komi á næstu dögum til með að tilkynna að hún hyggist yfirgefa Warner Brothers Records plötufyrirtækið fyrir sjö milljarða samning við Live Nation. Madonna hefur verið með samning við Warner Brothers Records frá árinu 1983 þegar hún hóf  feril sinn.

Nýi samningurinn er gerður til tíu ára og mun Live Nations sjá um dreifingu á plötum söngkonunnar og allt tónleikahald. Auk þess mun fyrirtækið hafa umsjón með öllum söluvarningi og fá einkaleyfi á nafni Madonnu. Engin fordæmi eru fyrir alhliða samningi af þessu tagi en menn telja líklegt að þeim komi til með að fjölga í framtíðinni.

Live Nations hafði umsjón með síðustu tónleikaferð söngkonunnar, Confessions, en í henni halaði hún inn rúmum fimm milljörðum króna sem er mesti gróði af tónleikaferð konu frá upphafi.

Madonna getur þó ekki yfirgefið Warner Brothers strax því enn er í gildi samningur sem hún gerði við fyrirtækið um breiðskífu og safnplötu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.