Lífið

Mills og McCarntey komust ekki að samkomulagi

Viðræðurnar sigldu í strand
Viðræðurnar sigldu í strand MYND/Getty

Hjónin fyrrverandi þau Paul McCartney og Heather Mills náðu ekki samkomulagi á fundi með dómara í London í gær en þau hittust til að freista þess að gera með sér skilnaðarsáttmála. Af þeim sökum hefjast réttarhöld í málinu í febrúar á næsta ári með öllu því fjölmiðlafári fylgir.

McCartney bauð Mills 50 milljónir punda eða sex milljarða íslenskra króna sem þykir rífleg upphæð í ljósi þess að þau voru einungis gift í fjögur ár. Bítlinum ætti þó ekki að muna um milljarðana en auðævi hans eru metin á 825 milljónir punda eða 100 milljarða íslenskra króna.

Þau Mills og McCartney ræddu, með aðstoð lögfræðinga, saman í rúmar átta klukkustundir en Bítillinn setti það sem skilyrði fyrir upphæðinni að Mills myndi ekki láta hafa eftir sér eitt orð um hjónaband þeirra. Mills vildi ekki ganga að því og var jafnvel tilbúin til að sættast á lægri upphæð til að mega tjá sig að vild. Því fór sem fór og viðræðurnar sigldu í strand.

Menn velta því nú fyrir sér hvað Mills gengur til og hvort hún hafi ávallt verið á höttunum eftir peningum McCartneys eða hvort hún sé einfaldlega athyglissjúk. Hún hefur sakað McCartney um heimilisofbeldi og telja sumir að hún ætli að skrifa bók.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.