Lífið

Mary krónprinsessu líður eins og einstæðri móður

Það er oft ekki tekið út með sældinni að vera krónprinsessa og í tilfelli Mary krónprinsessu Dana er það heldur ekki það ævintýri sem af er látið. Vikublaðið Womans Day í Ástralíu segir að hið konunglega par lifi í raun sitthvoru lífinu.

Haft er eftir vinum Mary að hún megi puða og púla í höllinni á meðan Friðrik krónprins eyði mestu af sínum tíma í skútusiglingar og skemmtanir. Sökum þessa hefur Mary sagt vinum sínum að oft á tíðum líði henni eins og einstæðri móður í sambandi þeirra. Mary mun einnig hafa látið þess getið við eina af nánum vinkonum sínum að prinsessulífið sé síður en svo sá dans á rósum sem hún taldi það verða.

Þrátt við tilkomu dótturinnar Isabellu hefur Friðrik krónprins átt erfitt með að láta af fyrri lífstíl sínum en hann var annálaðaru glaumgosi hér á árum áður. Þau hjónin fóru nýlega saman til New York og var ætlunin meðal annars að ná betur saman og reyna að berja í þá bresti sem Mary telur vera í hjónabandinu. En sú tilraun fór víst meir og minna út um þúfur að sögn Mary.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.