Lífið

Paris breytir lífi pizzasendils

Hver segir svo að kraftar Parisar Hilton komi ekki að góðum notum
Hver segir svo að kraftar Parisar Hilton komi ekki að góðum notum MYND/Getty

Líf Alexander Väggö von Zweigberg frá Svíþjóð hefur breyst til mikilla muna síðan hann kynntist ofurljóskunni Paris Hilton fyrir nokkrum vikum.

Hann vann áður fyrir sér sem pizzasendill en landar nú hverjum módelsamningnum á fætur öðrum og er talinn eiga framtíðina fyrir sér á því sviði.

 

Þessi ungi maður frá Gautaborg á nú framtíðina fyrir sér þökk sé Paris HiltonMYND/Getty

Í samtali við Life & Style tímaritið lýsir hann því hvernig hann hafi séð Paris álengdar þegar hann var að fara með pizzu í nærliggjandi hús. „Tveimur vikum síðar var ég kominn upp í bíl til hennar. Hún er svo góð og skemmtileg. Það er henni að þakka að ég er kominn með módelsamninga, fer á fundi, flotta skemmtistaði og er kominn inn í innsta hring. Hún hefur algerlega breytt lífi mínu."

Þegar Alex bjó í Svíþjóð lét hann námið ganga fyrir en nú segist hann ætla að einbeita sér að módelstörfunum enda streyma tilboðin til hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.