Lífið

Kveðjum Lundann í Gallerí auga fyrir auga

MYND/Getty

Ljósmyndarinn Damon Younger opnar í dag ljósmyndasýningu í Gallerí auga fyrir auga að Hverfisgötu 35. Sýningin heitir Kveðjum Lundann 2007 eða Puffin Memorial 2007.

„Uppistaðan í sýningunni eru myndir af Lundum sem teknar eru við eyju í 101 Reykjavík," segir Damon. Eyjan heitir Akurey og er í Kollafirði rétt utan við Grandahólma. Hún er einungis tuttugu metra frá landi og segir Damon nánast hægt að vaða þangað.

Þangað koma um 30.000 lundar á hverju sumri og hefur Damon fylgst með lífsbaráttu þeirra. Myndirnar sýna fuglana í sínu náttúrulega umhverfi en auk þess ýmsa ógnvalda og umhverfisþætti sem gera það að verkum að fuglunum fækkar og sýna myndirnar með táknrænum hætti hvernig þeir hverfa.

Sýningin opnar klukkan 18 í dag og lýkur þann 5. nóvember næskomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.