Lífið

Loststjarna í sex mánaða fangelsi

Rodriguez bætist nú í hóp þeirra ófáu Hollywoodstjarna sem þurfa að sitja í steininum fyrir umferðarlagabrot.
Rodriguez bætist nú í hóp þeirra ófáu Hollywoodstjarna sem þurfa að sitja í steininum fyrir umferðarlagabrot. MYND/Getty

Fyrrum Loststjarnan Michelle Rodriguez var í gær dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir að brjóta skilorð sem hún hlaut fyrir umferðarlagabrot.

Rodriguez var á skilorði fyrir að hafa í þrígang verið tekin fyrir að keyra undir áhrifum áfengis. Henni var gert að gegna samfélagsþjónustu en varð uppvís að því að leggja fram fölsuð gögn um að hún hafi verið að sópa götur í Los Angeles þann 25. september síðastliðinn. Dómari komst hins vegar að raun um það að hún hafi verið stödd í New York þann dag.

Dómari gerði leikkonunni einnig að halda sig frá áfengi í 90 daga en mælir sem hún var látin bera á tímabilinu leiddi í ljós að hún hafi dottið í það að minnsta kosti þrisvar. Rodriguez á að hefja afplánun á aðfangadag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.