Lífið

Clooney er góðmennskan uppmáluð

Clooney og Sarah á frumsýningu Michael Clayton, nýjustu myndar Clooney,  þremur dögum eftir slysið.
Clooney og Sarah á frumsýningu Michael Clayton, nýjustu myndar Clooney, þremur dögum eftir slysið. MYND/Getty

Hinn góðhjartaði hjartaknúsari George Clooney hefur beðið yfirmenn á Palisades Medical Center í New Jersey um að endurskoða þá ákvörðun sína að víkja 40 heilbrigðisstarfsmönnum tímabundið úr starfi fyrir að hafa lekið upplýsingum úr sjúkraskrá hans í fjölmiðla.

Clooney og kærasta hans Sarah Larson voru lögð inn á spítalann þann 21. september síðastliðinn eftir mótorhjólaslys. Fjölmiðlar fengu skömmu síðar að vita að Clooney hefði rifbeinsbrotnað og Sarah brotið tvær tær.

Í yfirlýsingu sem leikarinn sendi frá sér í dag segir: „Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri af þessu. Þó að mér finnist mjög mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk virði trúnað við sjúklinga þá vona ég að það sé hægt að útkljá málið án þess að það þurfi að koma til uppsagna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.