Lífið

Hasselhoff fellur

Hasselhoff hafði frumkvæðið að innlögninni
Hasselhoff hafði frumkvæðið að innlögninni MYND/Getty

Strandvarðarstjarnan David Hasselhoff liggur nú á spítala eftir að hafa fallið. Leikarinn hefur lengi háð baráttu við bakkus en verið þurr í nokkra mánuði. Hann féll fyrir skömmu en um leið og hann áttaði sig á mistökunum setti hann sig í samband við lækna sem lögðu hann inn.

Judy Katz, talsmaður leikarans, segir í samtali við Tmz.com að Hasselhoff hafi verið fljótur að ná áttum, að honum líði vel og að hann sé væntanlegur heim til sín á morgun.

Hasselhoff endurheimti í sumar forræðið yfir unglingsdætrum sínum tveimur eftir hatramma forræðisdeilu við fyrrum eiginkonu sína Pamelu Bach. Sú deila upphófst þegar vafasamt myndband birtist á netinu þar sem leikarinn var í mikilli áfengisvímu. Í bakgrunni mátti greina rödd dóttur hans sem tók myndbandið upp.

Í kjölfarið ákvað Hasselhoff að taka á áfengisvanda sínum. Ekki er ljóst á þessu stigi hvort þetta bakslag komi til með að hafa áhrif á forsjárfyrirkomulagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.