Lífið

Vikið tímabundið úr starfi fyrir að leka upplýsingum um Clooney

Parið skömmu eftir slysið
Parið skömmu eftir slysið MYND/Getty

Allt að 40 heilbrigðisstarfasmönnum á Palisades spítalanum í New Jersey hefur verið vikið tímabundið úr starfi eftir að upplýsingum úr sjúkraskrám leikarans George Clooney var lekið í fjölmiðla.

Clooney og kærasta hans Sarah Larson voru lögð inn á spítalann eftir að hafa lent í mótorhjólaslysi þann 21. september síðastliðinn. Samkvæmt upplýsingum úr sjúkraskrám var Clooney rifbeinsbrotin og Sarah tábrotin.

Jean Oterson, talsmaður starfsfólksins, segir í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS2 að gerðir fólksins hafi verið óviðeigandi en að spítalinn sé að bregðast of harkalega við. „Ég hugsa að Clooney sjálfur vilji ekki að fólkið missi vinnuna. Hann á fullan rétt á afsökunarbeiðni en ég held að spítalinn sé að gera og mikið úr málinu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.