Lífið

Spearssystur í rifrildi úti á götu

Jamie Lynn varði systur sína með kjafti og klóm
Jamie Lynn varði systur sína með kjafti og klóm MYND/Getty

Birtney Spears og litla systir hennar Jamie Lynn lentu í heldur óskemmtilegu atviki um helgina þegar æst kona réðst að þeim og hellti sér yfir Britney. Systurnar sem höfðu verið að kaupa sér kaffi gengu um götur Malibu umkringdar ljósmyndurum þegar konan birtist. „Enginn vill hafa þig hérna í hverfinu. Það er þér að kenna að hér er ekki lengur öruggt að búa," sagði konan.

Jamie Lynn tók upp hanskann fyrir systur sína og sagði konunni þá að hypja sig úr hverfinu. Í kjölfarið reyndi konan að hrinda Jamie Lynn. Britney hofði forviða á konuna, greip í systur sína og forðuðu þær sér inn á nærliggjandi sushi stað. Þær biðu svo dágóða stund eftir því að konan léti sig hverfa en fengu síðar leyfi til að laumast út um bakdyrnar.

Nágrannar Britney eru margir farnir að ókyrrast vegna þeirrar gífurlegu fjölmiðlaathygli sem hún dregur að sér. Hún gerir svo lítið annað en að kynda undir athyglina með alls konar undarlegum uppákomum. Ein uppáhalds iðja hennar virðist til að mynda vera sú að birtast á stöðum þar sem örugglega er von á hópi ljósmyndara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.