Lífið

Mary grét af afbrýðissemi

Danski blaðamaðurinn Trine Willeman hefur skrifað bókina 1015 Köbenhavn K þar sem hún segir af mikilli hreinskilni frá því sem gerist bakvið tjöldin hjá dönsku konungsfjölskyldunni.

Meðal annars er að finna í bókinni frásögn af því að Mary prinsessa hafi oft á tíðum grátið af afbrýðissemi út í fyrrum kærustur manns síns Friðriks krónsprins. Sérstaklega er þess getið að Mary hafi fengið kast í fertugsafmæli á Ritz-hótelinu í París er Friðrik dansaði þar við Bettinu Ödum, eina af sínum fyrrverandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.