Lífið

Sigur Rós á tjúttinu með McCartney og Minogue

MYND/365

Hljómsveitin Sigur Rós var á meðal sigurvegara á hinni mikilsmetnu Q tónlistarverðlaunahátíð sem haldin var í London í dag. Aðrir sigurvegarar á hátíðinni voru til að mynda Kylie Minogue, Amy Winehouse, Arctic Monkeys, Stereophonics, Manic Street Preachers og Paul McCartney.

Sigur Rós hlaut einskonar nýsköpunarverðlaun eða Q Innovation in Sound. Minogue hlaut Q Idol verðlaunin og Winehouse hlaut verðlaun fyrir bestu plötuna. Þá fékk Bítillinn Paul McCartney Q Icon verðlaunin.

Minogue hlaut Q Idol verðlauninMYND/Getty

Jónsi (Jón Þór Birgisson) og félagar í Sigur Rós veittu verðlaununum viðtöku á Grosvenor hótelinu og þegar Vísir náði tali af Jónsa hafði hann nýlokið við að taka í hendina á Bítlinum Paul McCartney. Hann sat svo á næsta borði við Kylie Minogue.

Paul McCartney með Q Icon verðlauninMYND/Getty

„Verðlaunin voru veitt í hádeginu sem er svolítið sérstakt," sagði Jónsi „en á eftir verður boðið upp á kvöldverð og eftirpartý." Aðspurður sagðist Jónsi ánægður með heiðurinn. „Þetta voru einu verðlaunin sem okkur þótti varið í," sagði hann kampakátur og spenntur fyrir kvöldinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.