Lífið

Myndband við Bohemian Rhapsody talið best

Freddie Mercury upp á sitt besta árið 1985
Freddie Mercury upp á sitt besta árið 1985 MYND/Getty

Myndband við lagið Bohemian Rhapsody með hljómsveitinni Queen var valið besta tónlistarmyndbandið í nýlegri könnun sem gerð var í Bretlandi. Af þeim rúmlega þúsund sem tóku þátt í könnuninni sögðu 30 % að hið sex mínútna langa myndband með Queen væri best.

Gerð myndbandsins, sem kom út árið 1975, tók einungis þrjár klukkustundir og framleiðslukostnaður var 3,500 pund eða um 440 íslenskar krónur.

Í öðru sæti lenti myndbandið við Thriller með Michael Jackson og í því þriðja mynband við Cry Me A River með Justin Timberlake.

Bohemian Rhapsody var í efsta sæti breska vinsældarlistans í níu vikur eftir að það kom út á sínum tíma. Þegar Freddie Mercury, söngvari hljómsveitarinnar, lést árið 1991 fór það aftur á toppinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.