Lífið

Lindsay Lohan lýkur meðferð

Lohan var heila tvo mánuði í meðferð
Lohan var heila tvo mánuði í meðferð MYND/Getty

Ungstirnið Lindsay Lohan hefur lokið meðferð á Cirque Lodge meðferðarleimilinu í Utah. Hún var lögð inn í byrjun ágúst eftir að hafa tvívegis verið tekin fyrir ölvunarakstur á skömmum tíma. Þetta mun vera þriðja meðferðin sem hin 21 árs gamla leikkona fer í gegnum.

„Ég er stolt af henni," segir Dina móðir Lohan í samtali við netútgáfu tímaritsins People. „ Hún var búin að missa stjórn á lífi sínu en hefur nú tekið ábyrgð á því. Hún þurfti góðan tíma til að jafna sig."

Lohan yfirgaf meðferðarheimilið á föstudag ásamt föður sínum og ætla þau saman í stutt frí. Lohan mun að því loknu sækja eftirmeðferð á göngudeild. Hún mun svo hefja vinnu við gerð nýrrar myndar, Dar To Love Me, seinna í mánuðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.