Lífið

Video: Britney hundelt á rúntinum með litlu systur

Þrátt fyrir að vera hundelt af ljósmyndurum hvert sem hún fyrir hikar Britney Spears ekki við að eyða heilu laugardagskvöldi á rúntinum. Í gærkvöldi brá söngkonan sér í bíltúr með litlu systur sinni Jamie Lynne sem er hjá henni í heimsókn um þessar mundir.

Heil bílalest af ljósmyndurum fylgdi systrunum hvert sem þær fóru. Og þó að margir hefðu tekið það sem vísbendingu um að betra væri að halda sig heima við, til tilbreytingar, ákvað Britney að láta sem ekkert væri og rúntaði um miðborg Los Angeles í nokkra tíma.

Þetta sífellda útstáelsi söngkonunnar er farið að valda því að margir halda því nú fram að Britney sé einfaldlega háð athyglinni sem ljósmyndarar sýna henni.

Til þess að gefa lesendum Vísis hugmynd um hvernig laugardagskvöld á rúntinum með Britney Spears sé í raun og veru sýnum við ykkur þetta myndband.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.