Lífið

Dr. Phil segir að Britney gæti verið á barmi þess að fremja sjálfsmorð

Dr. Phil og fjölskylda á góðri stund.
Dr. Phil og fjölskylda á góðri stund. Mynd: Getty

Í eins klukkutíma þætti, sem eingöngu var helgaður málefnum Britney Spears á fimmtudag sagði þáttastjórnandinn Dr. Phil, sem er Íslendingum að góðu kunnur, að söngkonan væri mögulega á barmi þess að fremja sjálfsmorð.

Ekki er vitað hvaðan Dr. Phil hefur aflað sér upplýsinga um heilsufar Britney, nema þá helst úr fjölmiðlum. Hann leyfði sér þó að leiða líkum að því að Britney ætti við alvarleg andleg vandamál að stríða og að líklega væri best fyrir hana að leggja sig inn á hæli.

Hann gekk meira að segja svo langt að leggja til að Britney yrði flutt á heilsugæslustofnun gegn hennar vilja.

"Í augnablikinu held ég að Britney sé svo stjórnlaus að hún gæti ekki hætt þó að hún vildi," sagði doktorinn um Britney í þættinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.