Lífið

Hvað er Jude að fela?

Jude sést með hvert höfuðfatið á fætur öðru en það vill svo vel til að þau fara honum ekkert illa
Jude sést með hvert höfuðfatið á fætur öðru en það vill svo vel til að þau fara honum ekkert illa MYND/Getty

Það mætti halda að leikarinn Jude Law sé að reyna að koma á nýrri hattatísku en skýringin á sífellt nýjum höfuðfötum mun vera kollvikin sem gera lítið annað en að hækka. Í nýlegu viðtali hjá David Letterman tók hann ofan og þá sást bersýnilega hversu þunnhærður hjartaknúsarinn er orðinn. Það bætir ekki úr skák að hann er nánast snoðaður þessa dagana svo hárleysið fer ekkert á milli mála.

Kollvikin ná orðið ansi langt afturMYND/Getty

Law var staddur hjá Letterman til að kynna endurgerð spennumyndarinnar Sleuth en það vill svo skemmtilega til að í henni leikur hann hárgreiðslumann á móti Michael Caine.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.