Lífið

Manuel Barrueco með tónleika í Salnum

MYND/Getty

Gítarleikarinn Manuel Barrueco heldur tónleika í Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 10. október kl. 20. en hann er talinn einn besti gítarleikari heims. Barrueco hefur áður komið til landsins og hélt tónleika á Listahátíð Hafnarfjarðar árið 1993 og kom fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1999.

Í tengslum við tónleikana í ár verður boðið upp á MasterClass námskeið í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar mánudaginn 8. október milli 14 og 15. og eins mun sjónvarpið sýna heimildarmynd um lífshlaup gítarleikarans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.