Lífið

Óboðnir gestir hjá Longoriu

Longoriu brá í brún þegar hún kom að ókunnugum konum í hjólhýsi sínu
Longoriu brá í brún þegar hún kom að ókunnugum konum í hjólhýsi sínu MYND/Getty

Eva Longoria fann tvær ókunnugar konur í hjólhýsi sínu á tökustað Desperate Housewives í síðustu viku. Longoriu var illa brugðið þegar hún kom að konunum í setustofu hjólhýsisins er hún hugðist hvíla sig eftir tökur.

Konurnar gáfu þá skýringu á athæfi sínu að þær hafi þurft að komast á klósett og ákveðið að létta á sér hjá Longoriu þar sem hennar hjólhýsi var ólæst. Samkvæmt tímaritinu Globe þá hefur Longoria óskað eftir því að öryggisgæsla á svæðinu verði eflt í kjölfar atviksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.