Lífið

Doherty lýkur meðferð

MYND/Getty

Rokkarinn Pete Doherty hefur nú lokið sex vikna meðferð á Clouds meðferðarstofnunni í Wilts í Englandi. Meðferðin var stíf og gáfu lyfjapróf á tímabilinu til kynna að hann væri laus við allt áfengi, krakk og heróín úr blóðinu.

Leið söngvarans liggur nú út á land en hann bjó áður í London. Doherty mun ætla að byrja upp á nýtt á nýjum stað og hafa vinir hans trú á því honum sé alvara og að hann muni halda sig frá fíkniefnum.

Doherty á yfir höfði sér mögulegan fangelsisdóm fyrir fíkniefnamisferli og umferðarlagabrot.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.