Lífið

Spears og Federline gert að fara saman í ráðgjöf

Britney þarf aldeilis að taka sig saman í andlitinu ef hún ætlar að halda heimsóknarleyfinu
Britney þarf aldeilis að taka sig saman í andlitinu ef hún ætlar að halda heimsóknarleyfinu MYND/Getty

Dómari hefur gefið Britney Spears og fyrrverandi eiginmanni hennar, Kevin Federline, fyrirmæli um að að fara saman í þrjú viðtöl hjá ráðgjafa áður en þau mæta aftur fyrir rétt þann 26. október næstkomandi.

Dómarinn, Scott Gordon, hefur einnig sett Britney þau skilyrði að hún þurfi að gangast undir regluleg lyfjapróf ef hún vill freista þess að halda heimsóknarleyfinu. En á miðvikudag úrskurðaði Gordon að hún mætti hitta syni sína á heimili Federline undir eftirliti.

Ef Britney fer ekki að fyrirmælinum dómarans missir hún heimsóknarleyfið samstundis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.