Lífið

Þjófur sem stal myndum frá Spielberg handtekinn

Spielberg í alvöru hasar
Spielberg í alvöru hasar

Leynilögregla í Los Angeles hafði hendur í hári þjófs sem hugðist selja myndir úr Indiana Jones myndinni sem nú er í vinnslu. Þjófurinn komst yfir tölvubúnað og myndir sem tengdust framleiðslu myndarinnar og mælti sér mót við lögreglu, sem hann taldi væntanlegan kaupanda, á Standard Hótelinu í Hollywood.

Eftir að hafa rætt kaupin fram og aftur við þjófinn gaf lögreglan upp hver hún var og handtók manninn. Spielberg kærði ránið til lögreglu í síðustu viku eftir að hann komst að raun um að tölvubúnaðinum hafi verið stolið af tökustað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.