Lífið

Aniston og Bloom stinga saman nefjum

Aniston og Bloom sýndu hvort öðru líka mikinn áhuga á frumsýningu Troy í maí 2004. Ofurhönkið Brad Pitt virtist hálf útundan
Aniston og Bloom sýndu hvort öðru líka mikinn áhuga á frumsýningu Troy í maí 2004. Ofurhönkið Brad Pitt virtist hálf útundan MYND/Getty

Einhleypu en eftirsóttu Hollywoodstjörnurnar Jennifer Aniston og Orlado Bloom hittust í brúðkaupi hjá sameiginlegum umboðsmanni í Mexico á dögunum og litu ekki af hvort öðru. Í brúðkaupinu voru einnig Natalie Portman, Laura Linney og Kate Bosworth, fyrrum kærasta Bloom.

Gestir segja þau Bloom og Aniston strax hafa farið að stinga saman nefjum en þau kynntust fyrst fyrir nokkrum árum þegar Brad Pitt, fyrrum eiginmaður Aniston, og Bloom léku saman í kvikmyndinni Troy.

Aniston og Bloom voru að sögn gesta í brúðkaupinu óaðskiljanleg og sátu hlið við hlið bæði í athöfninni og veislunni. Augljóst daður þeirra á milli kom gestum töluvert á óvart en turtildúfunum virtist standa á sama um alla í kring.

Talsmenn Aniston og Bloom segja ekkert í gangi og að þau séu einungis góðir vinir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.