Lífið

Pamela laug til um fósturlát

Þau Kid Rock og Pamela Anderson á brúðkaupsdaginn 29. júlí 2006
Þau Kid Rock og Pamela Anderson á brúðkaupsdaginn 29. júlí 2006 MYND/Getty

Kid Rock, fyrrum eiginmaður Pamelu Anderson, segir strandvarðarleikkonuna fyrrverandi hafa logið til um fósturlát. „Pamela vildi fá mig til sín til Vancouver þar sem hún var að leika í mynd," segir Rock í samtali við Rolling Stone tímaritið.

„Ég átti hins vegar miða á körfuboltaleik með Lakers og var á leið þangað ásamt vini mínum Jesse James. Ég sagði: Baby ég á þessa miða og mig langar á leikinn. Ég kem til þín um helgina. Þá kom löng ræða um það að mér væri sama um hana og bla bla bla og svo að lokum sagðist hún hafa misst fóstur." Rock segist ekki hafa vitað til þess að Pamela væri ólétt en flaug beint til Vancouver. „Þegar ég kom á staðinn var hún þar á barnum í svaka stuði, drekkandi kampavín og dansandi uppi á borðum. Mér fannst hún grunsamlega fljót að jafna sig."

Í nóvember síðastliðinn gaf umboðsmaður Pamelu út þá yfirlýsingu að hún hefði misst fóstur. Seinna í þeim mánuði gengu þau Rock og Pamela frá skilnaði og entist hjónaband þeirra í fjóra mánuði.

Pamela mun nú enn einu sinni vera búin að gifta sig. Það gefur að minnsta kosti hjúskaparvottorð, sem gefið var út í síðasta mánuði í Las Vegas, til kynna. Hinn heppni er Rick Salomon, sem hefur unnið sér það til frægðar að leka kynlífsmyndbandi með sér og Paris Hilton út á netið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.