Lífið

Britney fær að hitta börnin undir eftirliti

Britney er ekki við eina fjölina felld.
Britney er ekki við eina fjölina felld.

Réttur í Los Angeles úrskurðaði í gær að Britney Spears mætti heimsækja börnin sín tvö til Kevins Federline, fyrrverandi eiginmanns hennar, undir eftirliti. Þetta hefur AP fréttastofan eftir lögmanni Kevins, Mark Vincent Kaplan.

Búist var við að dómarinn myndi úrskurða nákvæmlega hvernig heimsóknartímunum ætti að vera háttað en það hafði hann enn ekki gert í lok gærdagsins. Federline var viðstaddur réttarhöldin í gær en ekki Spears. Réttarhöld í máli þeirra halda áfram þann 26. október næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.