Lífið

Fjölskylda Britney lifir í ótta

Skyldmenni Britney Spears óttast það að söngkonan sé gjörsamlega búin að missa stjórn á lífi sínu og það gæti dregið hana til dauða.

Í viðtali við The Sun í dag segir frænka Britney, Chandra McGovern, að fjölskyldan öll sé óttaslegin.

"Í staðin fyrir að hún snúi sér að fjölskyldu sinni á þessum erfiðu tímum hefur hún þess í stað leitað til vina sinna - og það þýðir meira vín og meira dóp."

"Við óttumst sjálfsmorðstilhneigingar hennar. Við erum hrædd við það að kveikja á sjónvarpinu einn daginn og sjá að eitthvað hræðilegt hafi komið fyrir. Í hvert skipti sem við lesum eitthvað um hana er það verra en það sem við lásum síðast. Þetta virðist sífellt fara versnandi hjá henni."

"Það versta er að hún virðist taka allan gleðskapinn fram yfir börnin sín."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.