Lífið

Ljósmyndir fjarlægðar að beiðni Elton John

MYND/Getty

Söngvarinn Elton John hefur beðið um að umdeildar myndir sem hann lagði til á listasýningu verði allar fjarlægðar. 4000 myndir í eigu söngvarans voru til sýnis í Center For Contemporary Art safninu í Gateshead en þær eru allar eftir ljósmyndarann Nan Goldin.

Nýlega var ein myndin fjarlægð að beiðni lögreglu en hún sýnir tvær ungar stúlkur í ögrandi stellingum. Lögregla rannsakar nú hvort myndin stangist á við lög.

Í kjölfarið hefur Elton John beðið um að allar myndirnar verði fjarlægðar. Talsmaður safnsins segir að sýningunni hafi verið lokað að beiðni söngvarans. „Þegar búið var að fjarlægja eina mynd var grundvöllur sýningarinnar brostinn. Því förum við að beiðni söngvarans," segir talsmaðurinn.

Þess má geta að myndirnar hafa verið til sýnis víðs vegar um heiminn án þess að laganna verðir hafi gripið inní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.