Lífið

Stern höfðar mál gegn Cosby

Stern var lögfræðingur og ástmaður Önnu Nicole Smith
Stern var lögfræðingur og ástmaður Önnu Nicole Smith MYND/Getty

Howard K. Stern, fyrrum lögfræðingur og ástmaður Önnu Nicole Smith, höfðaði í gær mál gegn Ritu Cosby og útgefendum hennar fyrir þær sakir sem hún ber upp á hann í nýútkominni bók sinni Blonde Ambition: The Untold Story Behind Anna Nicole Smith's Death.

Stern fer fram á 60 milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur en Cosby, sem er fyrrum fréttaritari MSNBC, heldur því meðal annars fram í bókinni að Stern og Larry Birkhead ,sem deildu um forræði yfir dóttur Smith fyrir dómi, hafi í raun lagt á ráðin um að komast yfir auðæfi Smith. Hún segir þá Stern og Birkhead vera ástmenn og að réttarhöldin hafi verið plat. Auk þess sakar hún Stern um vörslu og neyslu kókaíns og að hafa lagt á ráðin um morð.

Stern og Smith voru saman þegar hún lést eftir ofneyslu eiturlyfja í febrúar á síðasta ári. Stern hélt því fram að hann væri faðir Dannielynn, dóttur hennar. Málið fór fyrir dóm en DNA-rannsókn leiddi í ljós að Birkhead væri faðirinn.

Talsmaður Birkhead segir einungis tímaspursmál hvenær hann komi til með að höfða mál gegn Cosby. Talsmaður Cosby vildi ekki tjá sig um málið en Cosby sagði í apríl þegar hún byrjaði á bókinni að hún ætti von á viðbrögðum frá þeim félögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.