Lífið

Britney talin í sjálfsmorðshættu

Ein ástæða þess að Britney missti forræðið er sú að hún keyrði um með drengina sína án þess að vera búin að verða sér úti um ökuskírteini sem gildir í Kaliforníu.
Ein ástæða þess að Britney missti forræðið er sú að hún keyrði um með drengina sína án þess að vera búin að verða sér úti um ökuskírteini sem gildir í Kaliforníu. MYND/AP

Chanda McGovern, frænka Britney Spears, segist óttast í hvert skipti sem hún kveiki á sjónvarpinu að fréttir berist af andláti Spears. Hún er miður sín yfir sjálfseyðingarhvöt söngkonunnar og óttast að næsta skref verði ofskammtur eiturlyfja.

McGovern segir fjölskyldu Spears hafa reynt að fá hana til að hvíla sig á Los Angeles og koma heim til Kentwood í Louisiana. „Við erum hrædd um að ástand hennar muni bara versna úr því sem komið er. Í stað þess að snúa sér að fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum sækir hún í djammvinina. Hvort sem það yrði með vilja gert eða ekki þá óttast ég að hún taki inn of stóran skammt," segir McGovern.

„Móðir Spears var alltaf hennar stoð og stytta en eftir að samband þeirra rofnaði hefur allt farið á versta veg. Spears hefur sett djammið í fyrsta sæti og hafa börnin orðið útundan. Það kemur mér ekki á óvart að þau hafi verið tekin af henni."

McGovern giftist frænda Spears fyrir 14 árum og á með honum þrjú börn. Spears söng í brúðkaupi þeirra hjóna þegar hún var ellefu ára gömul og segist McGovern óska þess heitast að geta tekið utan um sönkonuna og faðmað hana. Hana langar þó um leið að hrista hana til og segja henni að vakna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.