Lífið

Affleck: Sambandið við Lopez hafði skaðleg áhrif á feril minn

Jen og Ben voru saman í tvö ár
Jen og Ben voru saman í tvö ár MYND/Getty

Hollywoodleikarinn Ben Afflec segir í samtali við tímaritið Details að samband hans við Jennifer Lopez hafi haft skaðleg áhrif á kvikmyndaferil hans. Þau Afflec og Lopez voru saman frá árinu 2002 til 2004 og nutu gríðarlegrar fjölmiðlaathygli á meðan. Þau voru trúlofuð og hafa bæði kennt fjölmiðlum um sambandsslitin.

Afflec segir að umfjöllunin um samband þeirra hafi gert það að verkum að kvikmyndaframleiðendur í Hollywood hafi í kjölfarið ekki tekið hann alvarlega. „Þegar andlit þitt er á síðum allra slúðurtímarita mánuð eftir mánuð með upplognum sögusögnum missa áhorfendur áhuga. Fólk sér bíómynd yfirleitt bara einu sinni en tímaritin, blöðin og internetið eru alls staðar, " segir Affleck sem nú er í sambúð með Alias leikkonunni Jennifer Garner og á með henni unga dóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.