Héraðsdómarinn, Davinder Lachhar, ákvað í dag að fresta aðalmeðferð í máli Pete Doherty, söngvara hljómsveitarinnar Babyshambles, og gefa honum með því tækifæri til að vinna bug á eiturlyfjafíkn sinni. En Doherty á mögulega yfir höfði sér fangelsisvist fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot.
Sean Curran, lögmaður söngvarans, óskaði í dag eftir frestinum en Doherty klárar meðferðina á fimmtudag og mun að henni lokinni fara í eftirmeðferð í nokkrar vikur. Héraðsdómarinn féllst á að veita frestinn þar sem lyfjapróf söngvarans hafa verið neikvæð undanfarnar sex vikur.
Dómarinn veitti Doherty samskonar frest í byrjun september en þá hafði hann nýhafið meðferð.