Lífið

Keith Urban í mótorhjólaslysi á leið á AA-fund

Urban og Kidman giftu sig í júní á síðasta ári
Urban og Kidman giftu sig í júní á síðasta ári MYND/Getty

Kántrýsöngvarinn Keith Urban sem er giftur Hollywoodleikkonunni Nicole Kidman lenti í mótorhjólaslysi í gær þegar hann reyndi að stinga ljósmyndara af á leið sinni á AA-fund.

Urban og Kidman hafa talað opinskátt um lyfjafíkn söngvarans en hann fór í meðferð fyrir nokkru og hefur staðið sig með stakri prýði síðan. Urban slasaðist ekki alvarlega í slysinu og sagði í yfirlýsingu að ljósmyndarinn hafi verið að vinna vinnuna sína og að hann hafi verið að reyna að vernda einkalíf sitt.

„Ég gaf í til að komast undan en klessti á bíl sem tók ólöglega U-beygju. Ljósmyndarinn sem elti mig á öðru mótorhjóli kom og aðstoðaði mig og tók engar myndir. Ég fór síðan heim, náði í bílinn og fór á fundinn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.