Lífið

Miðar á Spice Girls seldust upp á 38 sekúndum

Stelpurnar eru að verða til í slaginn
Stelpurnar eru að verða til í slaginn MYND/Getty

Miðar á Spice Girls tónleika sem haldnir verða á O2 leikvanginum í London þann 15. desember næstkomandi seldust upp á 38 sekúndum. Tónleikaferð Kryddpíanna hefst í Kanada annan deseber næstkomandi og eru tónleikarnir í London hluti af henni. Vegna gífurlegrar eftirspurnar í Bretlandi hefur verið ákveðið að bæta tveimur tónleikum við þann 16. og 18. desember.

Um milljón manns sóttust eftir miðum þann 15. desember og er þeim sem var vísað frá með sms skilaboðum og tölvupósti nú boðið að kaupa miða á tónleikana sem bætt hefur verið við.

Beðið hefur verið eftir tónleikaferðinni með mikilli eftirvæntingu en Kryddpíurnar nutu gríðarlegra vinsælda fyrir um áratug síðan og seldu meira en 55 milljón plötur um heim allan. Kryddin öll hafa ekki komið saman síðan árið 1998 þegar rauða kryddið Geri Halliwell sagði skilið við hljómsveitina en hún lagði síðan upp laupana árið 2001. Kryddpíurnar hafa eftir það flestar vakið mikla athygli sitt í hvoru lagi en þó ber Victoria Beckham höfuð og herðar yfir hinar.

Tónleikaferðin hefst sem fyrr segir í Kanada en kryddin mun svo heimsækja Argentínu, Ástralíu, Bretland, Þýskaland, Spán, Suður Afríku, Bandaríkin og Kína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.