Innlent

Stjórnvöld ítrekað gert starfsmenn Vinnumálastofnunar ómerka

Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. MYND/Vilhelm

Stjórnvöld sýna fyrirtækjum sem brjóta á réttindi starfsmanna allt of mikla linkind að mati formanns Rafiðnaðarsambands Íslands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt er á heimasíðu sambandsins. Hann segir stjórnvöld ítrekað hafa gert starfsmenn Vinnumálastofnunar ómerka þannig að þeir veigri sé nú við að vinna störf sín.

Í yfirlýsingu sinni gagnrýnir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, þann frest sem Vinnumálastofnun gaf verktakafyrirtækjum á Kárahnjúkasvæðinu til að koma réttindum erlendra starfsmanna þar í lag. Spyr hann meðal annars að því hvort starfsmennirnir sextíu sem um ræðir hafi verið hafðir með í ráðum þegar samningurinn var gerður.

Þá segir ennfremur í yfirlýsingunni að vegna afskiptaleysis opinberra eftirlitsstofnana geti fyrirtæki ítrekað brotið á starfsmönnum sínum svo mánuðum skiptir. Að auki hafi ráðherrar snúið sönnunarbyrði við og leggja hana algerlega á trúnaðarmenn en ekki fyrirtækin sjálf. Það eitt og sér sé á skjön við það sem þekkist í nágrannaríkjum okkar þar sem yfirvöld loki fyrirtækjum sem ekki leggi umsvifalaust fram umbeðin gögn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×