Innlent

Langar biðraðir við sölustaði Bæjarins bestu

Margir vildu kaupa pylsu og kók fyrir aðeins 20 krónur
Margir vildu kaupa pylsu og kók fyrir aðeins 20 krónur MYND/Jón

Fleiri hundruð manns eru nú við pylsuvang Bæjarins bestu í miðbæ Reykjavíkur til að kaupa pylsu og kók á tuttugu krónur. Biðröðin nær frá pylsuvagninum alla leið að Lækjargötu. Eigandinn segist vera mjög ánægður með móttökurnar.

„Ég er mjög glöð með að fólk skuli taka þessu svona vel," sagði Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins bestu, í samtali við Vísi. „Það er mikilvægt að mínu mati að eftir 70 ár geti fyrirtækið skilað einhverju til baka til sinna viðskiptavina."

Bæjarsin bestu fagnar nú 70 ára afmæli. Í tilefni þess verður pylsa og kók á tuttugu krónur alla helgina. Ágóðinn rennur til góðgerðarmála.

Á þriðja hundrað manns stóðu í biðröð við sölustað Bæjarins bestu í miðbæ Reykjavíkur um klukkan tvö í dag og svipaðar biðraðir voru líka við sölustaði fyrirtækisins í Skeifunni og í Smáralindinni að sögn Guðrúnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×