Innlent

Mörg umferðaróhöpp í höfuðborginni

Óvenju mörg umferðaróhöpp urðu á höfuðborgarsvæðinu í dag milli klukkan þrjú og sjö síðdegis. Að sögn lögreglu var í öllum tilvikum um að ræða minniháttar slys.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru slysin alls 18 talsins sem telst vera í hærri kantinum. Mikill umferðarþungi hefur verið í höfuðborginni undanfarna daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×