Innlent

Keyrt á ölvaðan reiðhjólamann

Keyrt var á reiðhjólamann í Lækjargötu laust eftir klukkan sjö í dag. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, slasaðist ekki en við nánari skoðun kom í ljós að hann var ölvaður.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu verður maðurinn kærður fyrir ölvun á reiðhjóli. Bifreiðin skemmdist lítillega en ökumann hennar sakaði ekki.

Að sögn lögreglu mun ölvun mannsins væntanlega hafa áhrif á niðurstöðu bóta vegna slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×