Innlent

Vistaskipti í utanríkisráðuneytinu

Utanríkisráðuneytið.
Utanríkisráðuneytið. MYND/EÓl

Þórir Ibsen, skrifstofustjóri auðlinda- og umhverfisskrifstofu, og Jón Egill Egilsson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu, munu hafa hlutverkaskipti í næst viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Þórir Ibsen hefur starfað í utanríkisþjónustunni frá árinu 1998 og var meðal annars fastafulltrúi Íslands hjá NATO. Jón Egill hefur verið skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu undanfarin tvö ár en hefur starfað innan raða utanríkisþjónustunnar í rúma tvo áratugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×