Lífið

Hákon krónprins styður Mörtu systur

Hákon krónprins er ánægður með Mörtu systir sína.
Hákon krónprins er ánægður með Mörtu systir sína. MYND/GETTY

Hákon krónprins Noregs tjáði sig í dag í fyrsta sinn um englaskólann sem systir hans Marta hefur sett á laggirnar við litla hrifningu samlanda sinna. Hákon stendur þétt við bakið á systur sinni og segist gleðjast yfir því að hún hafi fundið eitthvað sem heillar og drífur hana áfram.

"Ég get alveg sagt mína skoðun á skólanum hennar. Þetta hefur með þátttöku prinsessunnar í viðskiptalífinu að gera. Og það er hún sem tekur ákvörðun um hvað hún vill gera. Á sama tíma er ég ánægður með að systir mín skuli eiga möguleika á því beina kröftum sínum í það sem henni finnst mikilvægt," sagði krónprinsinn við norska blaðið VG.

Marta hefur verið undir mikilli pressu vegna skólans og hefur meðal annars verið farið fram á að hún afsali sér prinsessutign.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.