Lífið

Paris keypti barnaföt á meðan Richie sat í steininum

Góð vinkona
Góð vinkona MYND/Getty

Paris Hilton fór í gær og keypti rándýr barnaföt í tískuvöruversluninni Intuition handa vinkonu sinni og fyrrum meðleikkonu úr "Simpel Life" þáttunum, Nicole Richie. Á meðan sat Richie af sér fangelsisdóm sem hún hlaut fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Paris hefur greinilega fundið til með vinkonu sinni sem er komin fjóra mánuði á leið. Auk þess ætti Paris að vita hvað vinkonan er að ganga í gegnum enda nýbúin að sitja inni sjálf. Það kom svo á daginn að Richie þurfti ekki að dúsa í steininum í nema 82 mínútur en það getur engu að síður verið erfitt!

Paris ákvað því að eyða litlum 10.000 bandaríkjadölum eða hátt í 650.000 íslenskum krónum í föt og fylgihluti handa hinu ófædda barni. Meðal þess sem fór ofan í pokana hjá henni var íþróttagalli sem á stóð "Don't You Wish Your Mama Was Hot Like Mine," svartir leðurskór og koala björn sem gerður er úr áströlskum geitahárum. Richie hefur ekki gefið upp kynið á barninu og sást hin hugulsama Paris bæði líta á stráka- og stelpuföt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.