Lífið

Amy Winehouse fær flestar tilnefningar til Mobo verðlaunanna

Amy Winehouse
Amy Winehouse MYND/Getty

Söngkonan Amy Winehouse fær flestar tilnefningar til Mobo (Music of Black Orgin) verðlaunanna í ár. Hún er tilnefnd í flokkunum besta söngkonan, besta R&B atriðið, besta myndbandið og besta lagið.

Rapparinn Dizzee Rascal er tilnefnur til jafn margra verðlauna í karlaflokki. Verlaunaafhendingin fer fram í tólfta skipti þann 19. september næstkomandi.

Dizzee Rascal er tilnefndur í karlaflokkiMYND/Getty

Hin 23 ára breska söngkona hefur mikið verið í sviðsljósinu undanfarið. Því hefur verið haldið fram að hún glími bæði við fíkniefnavanda og átröskun. Hún hefur nýlega frestað tónleikaferð um Bandaríkin þar sem hún dvelur nú á meðferðarstofnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.