Innlent

Faxaflóahafnir kaupa nýjan lóðsbát

Nýji lóðsbáturinn mun verða af sömu gerð og þessi. Myndin er á heimasíðu Faxaflóahafna.
Nýji lóðsbáturinn mun verða af sömu gerð og þessi. Myndin er á heimasíðu Faxaflóahafna.

Faxaflóahafnir hafa undirritað samning við hollensku skipasmíðastöðina Damen í Rotterdam um smíði á nýjum lóðsbát. Nýi báturinn verður 19 metra langur og togkraftur er 27 tonn en afhending verður haustið 2008. Báturinn mun kosta liðlega 200 milljónir kr. Á móti hefur dráttarbáturinn Jötunn verður seldur til Þorlákshafnar og verður hann afhentur í september.

Gísli Gíslason hafnarstjóri segir að það muni aðeins þrengja að starfsemi þeirra í vetur eftir að Jötunn fer og hinn nýji bátur kemur, þó ekki til neinna stórvandræða. Og hvað skemmtiferðaskipakomur varðar á næsta sumri muni þeir njóta aðstoðar lóðsbáts frá Hafnarfjarðarhöfn

Nýi báturinn er systurskip dráttarbátsins Vattar sem keyptur var til Fjarðarbyggðar fyrir nokkrum mánuðum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×