Innlent

Lýst eftir vitnum að alvarlegri líkamsárás

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir vitnum að alvarlegri líkamsárás sem átti sér stað upp úr klukkan þrjú aðfaranótt sunnudags fyrir framan skemmtistaðinn Trix í Reykjanesbæ.

Þar var veist að manni og hann barinn með þeim afleiðingum að bæði kinnbein og ennisbein brotnuðu. Hann gekkst undir langa aðgerð á sjúkrahúsi í fyrradag og dvelur þar enn.

Lögregla á Suðurnesjum segir engan hafa verið handtekinn vegna verknaðarins en vill ekki gefa upp hvort einhverjir hafi verið yfirheyrðir vegna málsins. Það sé enn í rannsókn. Þeir sem veitt geta upplýsingar um málið eru beðnir að setja sig í samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×