Innlent

Bann við nektardönsum stenst lög

Sigurður Líndal fyrrverandi lagaprófessor segir bann við nektardönsum á veitingastöðum standast atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og segir löggjafanum heimilt að skerða atvinnufrelsi varði það almannaheill.

Samkvæmt lögum sem tóku gildi í byrjun júlí er nektardans á veitingastöðum bannaður nema að fenginni undanþágu. Nektardans verður þá bannaður á öðrum nektardansstöðum á höfuðborgarsvæðinu þegar rekstrarleyfin sem gefin voru út fyrir gildistöku laganna, renna út. Nektardansstaðnum Goldfinger í Kópavogi var nýlega synjað um undanþágu til að bjóða upp á nektardans. Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfinger var ósáttur við þá synjun og hefur ákveðið að skjóta ákvörðuninni til dómsmálaráðuneytisins með vísan til stjórnsýslulaga. Sigurður Líndal fyrrverandi lagaprófessor segir synjunina standast atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar varði það almannaheill.

Sigurður segir fjölmörg fordæmi fyrir því að atvinnufrelsi manna hafi verið skert hér á landi og þau hafi staðist stjórnarskrá. Til dæmis bann við vínveitingum í byrjun seinustu aldar, bann við minkaeldi, bann við hnefaleikakennslu og skemmst sé að minnast laga um stjórn fiskveiða og laga er lúti að búvörframleiðslu á Íslandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×